Um okkur

Benedikt og Signý reka gistihúsin í Hvammi við árbakka Bjarnafjarðarár á Ströndum. Hjónin keyptu Hvamm árið 2017 en þá var eitt hús á jörðinni. Þau hófu fljótlega byggingu á fleiri húsum sem nú eru orðin fimm og heitur pottur við öll húsin. Þau eiga einnig rúmgóða íbúð á Hólmavík með svefnpláss fyrir allt að 6 manns.  Boraðar hafa verið þrjár borholur á landareigninni, tvær með heitu vatni og ein með köldu. Óhætt er að drekka bæði heita og kalda vatnið beint úr krananum.

Bjarnarfjörður og nágrenni

Bjarnarfjörður er næsti fjörður norðan við Steingrímsfjörð,  og er svæðið ákaflega fallegt og gróið. Svæðið hentar vel til styttri og lengri gönguferða og má þar nefna Goðafoss sem rennur úr ánni Hallardalsá en fossinn sést ekki frá veginum. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar, hestaferðir, veiði og skoðunarferðir. Fjöruferð í rekaviðin á Nesströndinni verða allir að prófa.  Bjarnarfjörður bíður upp á ýmislegt og má helst þar nefna Gvendarlaug og Kotbýli Kuklarans. Stutt er á Drangsnes en þar eru siglingar til Grímseyjar , veitingahús, pottarnir við fjöruborðið og að ógleymdri tröllskessunni Kerlingu. Á Hólmavík er golfvöllur, Galdrasýning á Ströndum, hvalaskoðun og veitingahús.