Hvammur 9 er 52 m² hús með svefnpláss fyrir allt að 4 manns í tveimur svefnherbergjum. Við húsið er stór verönd með garðhúsgögnum, heitur pottur og útigrill. Eldhús og stofa eru í sama rými.
Lýsing
2 svefnherbergi með tvíbreiðum rúmum – hægt að taka í sundur í öðru herberginu
Eldhús með eldavél, kæliskáp með frystihólfi, örbylgjuofni, bakarofni, kaffikönnu, hitakönnu, brauðrist og borðbúnaði fyrir 8 manns.
Rúmgóð stofa með svefnsófa, sjónvarp, útvarp og borðstofuborði.
Frítt net í húsunum
Baðherbergi með sturtu
Á verönd er gasgrill, borð og stólar til að borða úti og heitur pottur